
Framkvæmdir á nýjum bílastæðum hófust í vor við Bláa lónið í stað þeirra sem fóru undir 12 metra af hrauni síðastliðinn vetur.
Þetta er fyrsta skrefið í miklum breytingum á Bláa lóninu en meginbreytingin er að aðalinngangurinn í lónið verður færður til og um leið verður ýmis aðstaða gesta bætt. Áformað er að ljúka þessum framkvæmdum vorið 2027.
Sigurður Þorsteinsson greindi frá þessu í fyrirlestri á heimssýningunni í Osaka í síðustu viku, en Bláa lónið var þar með sameiginlega kynningu með Kerecis í norræna skálanum.
Við það tilefni kynnti Sigurður hugsunina að baki allri hönnun Bláa lónsins en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1997 og leiðir ímyndarsköpun, hönnun og framkvæmdir hjá fyrirtækinu.
Heimild: Mbl.is