Sláturfélag Suðurlands hefur kynnt fyrir bæjaryfirvöldum í Árborg fyrirætlanir sínar um framkvæmdir á Selfossi. Fyrirhugað er að byggja nýtt stórgripasláturhús vestan og norðan við núverandi sláturhús, sem er á svonefndu Fossnesi vestan Ölfusár og á hægri hönd þegar ekið er inn í bæinn.
Skipulag er fyrir nýbyggingar; allt 6.000 m2 þar sem 2.000-2.500 m2 verða í fyrsta áfanga. Þar verða stórgripasláturhús og úrbeiningarstöð. Möguleiki er svo á að byggja nýtt sauðfjársláturhús síðar.
Á lóð hússins Bjargs, sem er neðan við sláturhúsið á bakka Ölfusár, eru starfsmannahús og er gert ráð fyrir fjölgun þeirra. Í tengslum við nýja afurðastöð er lagt til að aðkoma frá Suðurlandsvegi verði lögð af og ný og hentugri útbúin. Í deiliskipulagi er jafnframt gerð grein fyrir nýju hreinsivirki afurðastöðvarinnar.
Heimild: Mbl.is