Home Fréttir Í fréttum Rífa brunarústirnar og byggja blokkir

Rífa brunarústirnar og byggja blokkir

44
0
Húsið í Borgartúni var illa farið eftir brunann í sumar. mbl.is/Birta Margrét

Til stend­ur að rífa Borg­ar­tún 34-36 og byggja íbúðablokk­ir í staðinn. Hús­in á lóðunum eru úr sér geng­in fyr­ir löngu síðan. Þau hafa verið yf­ir­gef­in í fjölda ára og ásýnd þeirra ber þess greini­leg merki.

Til stend­ur að reisa blokk­ir þar sem brun­inn varð í Borg­ar­túni. mbl.is/​Birta Mar­grét

Vís­ir grein­ir frá þessu.

Ryð, veggjakrot og brotn­ar rúður ein­kenna mann­virk­in. Fyrr í sum­ar kviknaði í öðru hús­inu en slökkviliðinu tókst að ráða niður­lög­um elds­ins.

Í deili­skipu­lagi  má sjá áætlan­ir um að rífa niður húsið og byggja á lóðinni hundrað íbúðir í staðinn. Þar má sjá hvernig fyr­ir­hugað er að íbúðahúsið líti út.

Húsið í Borg­ar­túni hef­ur verið illa farið um langa hríð. mbl.is/​Birta Mar­grét

Heimild: Mbl.is