Niðurrif stendur nú yfir á gömlum tönkum Malbikunarstöðvarinnar Höfða við Sævarhöfða.
Eftir áratugalanga starfsemi á svæðinu undirbýr fyrirtækið nú endanlegan flutning starfsstöðva sinna á nýja lóð við Álhellu í Hafnarfirði, þar sem fyrirhugað er að ný íbúðabyggð rísi við Sævarhöfða í náinni framtíð.
„Mikið maus“
Birkir Hrafn Jóakimsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en hann segir það mikla kúnst að rífa niður tankana.
„Þetta er mikið maus. Við erum nú búnir að vera að reyna að skræla málmklæðninguna af tönkunum en það náðist ekki alveg svo það þurfti að fella annan tankinn. Að baki klæðningunni er hnausþykkt stál sem er þykkast í botninum en ég á von á því að farið verði með allan úrganginn í brotajárn,“ segir Birkir í samtali við Morgunblaðið.
Heimild: Mbl.is