Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við frágang innanhúss í meðferðarkjarna

Framkvæmdir við frágang innanhúss í meðferðarkjarna

43
0
Mynd: NLSH.is

Framkvæmdir innanhúss í meðferðarkjarna hófust í mars og nú er unnið á tveimur efstu hæðum hússins við innanhússfrágang og verkefnið gengur samkvæmt áætlun. Um er að ræða tvær hæðir, fimmtu og sjöttu hæð í fjórum stöngum (stöng eitt, tvö, fjögur og stöng fimm), alls um 14.000 m² þar sem framkvæmdir standa yfir.

„Fyrsta verk var að leggja ílögn í gólf og er því verki lokið í stöngum eitt og tvö á báðum hæðum. Stefnt er að því að ljúka ílagnarvinnu í stöngum fjögur og fimm í ágúst. Uppsetning innveggja á sjöttu hæð í stöng tvö hófst um miðjan maí. Nú er einnig hafin uppsetning veggja á sjöttu hæð í stöng eitt. Jafnframt er unnið við pípulagnir, loftræsingu og raflagnir í stöng tvö,“ segir Sigurjón Sigurjónsson verkefnastjóri hjá NLSH.

Áætluð verklok eru í september 2027.

Heimild: NLSH.is