Home Fréttir Í fréttum Hótel og baðlón á Snæ­fells­nesi háð um­hverf­is­mati

Hótel og baðlón á Snæ­fells­nesi háð um­hverf­is­mati

34
0
Löngufjörur á Snæfellsnesi eru á Náttúruminjaskrá. Hafrannsóknastofnun – Svanhildur Egilsdó

Umfangsmikil uppbygging ferðaþjónustu á Laxárbakka á sunnanverðu Snæfellsnesi er háð umhverfismati samkvæmt niðurstöðu Skipulagsstofnunar.

Framkvæmdin mun raska votlendisem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Þá er hluti framkvæmdanna áætlaður á svæði sem skilgreint er sem mikilvægt fuglasvæði og ernir gera sér hreiður í grennd.

Laxárbakki Resort vill reisa þar 45 herbergja hótel með baðlaugum og þyrlupalli. Framkvæmdaáætlanir gera ráð fyrir 45 þúsund fermetrum af byggingum og veglagningu upp á 12,5 kílómetra.

Heimild: Ruv.is