Home Fréttir Í fréttum Stefna að byggingu 150 íbúða í grónum hverfum í Reykjanesbæ

Stefna að byggingu 150 íbúða í grónum hverfum í Reykjanesbæ

74
0

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur heimilað að auglýsa tvær tillögur að breyttu deiliskipulagi, annars vegar við Hólagötu í Njarðvík og hins vegar við Víkurbraut í Keflavík.

Gert er ráð fyrir byggingu á tveimur þriggja hæða fjölbýlishúsum með 21 íbúð og þjónustu á jarðhæð við Hólagötu og er sú framkvæmd á vegum Sparra ehf.

Fyrirhugað húsnæði við Hólagötu

Smáragarður ehf. stefnir að byggingu húsaþyrpingar sem samanstendur af fimm, þriggja til sex hæða fjölbýlishúsum með bílageymslu undir inngarði, á svokölluðum BYKO-reit við Víkurbraut, en þar er gert ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði um 128, í mismunandi stærðum frá 60 fermetrum að 120 fermetrum að stærð. Í fundargerð segir að íbúðastærðir skulu vera af fjölbreyttri gerð sem henta bæði einstaklingum sem fjölskyldum. Meirihluti bílastæða er í kjallara en gestastæði ofanjarðar, gert er ráð fyrir 1,5 stæðum á íbúð.

Fyrirhugaðar byggingar við Víkurbraut

Myndir: Skjáskot vefur Reykjanesbæjar

 

Heimild: Sudurnes.net