Home Fréttir Í fréttum Lægsta boði Sparra hafnað vegna menntunarkröfu

Lægsta boði Sparra hafnað vegna menntunarkröfu

31
0
Myndin sýnir nýjan skála í byggingu á öryggissvæðinu. Ekki er um slíkt verk að ræða í þessu tilfelli. mbl.is/Eyþór

Til­boði Sparra ehf., 29 ára gömlu bygg­ing­ar­fyr­ir­tæki á Suður­nesj­um, í verk á ör­ygg­is­svæðinu í Reykja­nes­bæ var hafnað þrátt fyr­ir að vera lægsta boð. Ástæðan er sú að boðinn verk­efna­stjóri var ekki með til­skilda há­skóla­mennt­un, en hann er þó með ára­tuga reynslu af bygg­inga­stjórn­un.

Kær­u­nefnd útboðsmá­la hef­ur hafnað kröf­um Sparra ehf. um að fella úr gildi ákvörðun Fram­kvæmda­sýsl­unn­ar – Rík­is­eigna, fyr­ir hönd Land­helg­is­gæsl­unn­ar, um að taka til­boði E. Sig­urðsson­ar ehf. í útboði vegna end­ur­bóta á bygg­ingu á ör­ygg­is­svæði við Kefla­vík­ur­flug­völl.

Málið á ræt­ur að rekja til þess að til­boði Sparra, sem var lægst að fjár­hæð, var hafnað af Fram­kvæmda­sýsl­unni þar sem boðinn verk­efn­is­stjóri fé­lags­ins upp­fyllti ekki mennt­un­ar­kröfu útboðsgagna – að vera tækni­menntaður með grunn­mennt­un á há­skóla­stigi.

Sparri hugðist hafa Hall­dór Viðar Jóns­son, fram­kvæmda­stjóra Sparra, sem verk­efna­stjóra en hann hef­ur starfað við slíka verk­efna­stjórn­un í nokkra ára­tugi.

„Þá er ekk­ert vesen“

Sparri hélt því fram að kraf­an væri óskýr, óþörf og úti­lokaði með ómál­efna­leg­um hætti verk­taka með mikla reynslu. Úrsk­urðar­nefnd­in seg­ir þó að kraf­an um mennt­un hafi verið skýr í útboðsgögn­un­um.

Verkið sem um ræðir fel­ur í sér end­ur­bæt­ur á varn­ar­mann­virki Land­helg­is­gæsl­unn­ar inn­an ör­ygg­is­svæðis Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Sparri bauðst til að fram­kvæma verkið fyr­ir 438.121.807 krón­ur en E. Sig­urðsson bauðst til að fram­kvæma verkið fyr­ir 438.804.242 krón­ur.

Odd­geir Arn­ar Jóns­son, ann­ar eig­andi Sparra og bróðir Hall­dórs, seg­ir í sam­tali við mbl.is að Sparri hafi síðustu 4-5 ár unnið að verk­efn­um á ör­ygg­is­svæðinu fyr­ir Land­helg­is­gæsl­una. Nær und­an­tekn­ing­ar­laust hafi Hall­dór verið verk­efna­stjóri í þeim verk­efn­um.

„Það sem þeir láta bjóða út sjálf­ir [Land­helg­is­gæsl­an] þá er ekk­ert vesen,“ seg­ir Arn­ar og út­skýr­ir að aðeins komi upp vanda­mál þegar Fram­kvæmda­sýsl­an á í hlut.

Sjálf­ur er Arn­ar bú­inn að vera bygg­ing­ar­stjóri í ára­tugi, en hann er með 55 ára reynslu í bygg­ing­ariðnaðinum.

„Um var að ræða mál­efna­lega kröfu“

Sam­kvæmt Hildi Georgs­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra þjón­ustu­sviðs hjá Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins, þurfti verk­efna­stjóri meðal ann­ars að sam­hæfa verk­taka, tryggja ör­yggi og upp­fylla strang­ar kröf­ur um gæðastjórn­un m.a. vegna eðlis þess verks sem um ræðir.

„Vegna þess var gerð krafa um tækni­mennt­un á há­skóla­stigi auk að lág­marki 5 ára sam­bæri­legr­ar reynslu í sam­ræmi við heim­ild­ir laga um op­in­ber inn­kaup. Um var að ræða mál­efna­lega kröfu sem var fylli­lega í sam­ræmi við eðli verks­ins sem um ræðir,“ seg­ir hún í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is.

„Sparri ehf. fékk ekki verkið þar sem til­boð þeirra var ógilt og upp­fyllti ekki hæfis­kröf­ur útboðsins,“ skrif­ar hún.

Krafa um há­skóla­mennt­un skýr í útboðsgögn­un­um

Kær­u­nefnd­in komst að þeirri niður­stöðu að kraf­an um há­skóla­mennt­un hefði verið skýr frá upp­hafi útboðsins, og að kæru­frest­ur vegna henn­ar hefði runnið út áður en kæra barst.

Þar sem óum­deilt var að verk­efn­is­stjóri Sparra hafði ekki slíka mennt­un upp­fyllti til­boðið ekki lág­marks­skil­yrði og var því ógilt sam­kvæmt lög­um um op­in­ber inn­kaup.

Sparri hafði einnig vé­fengt að E. Sig­urðsson ehf. upp­fyllti all­ar hæfis­kröf­ur, en sam­kvæmt gögn­um nefnd­ar­inn­ar hafði verk­efn­is­stjóri þess fé­lags B.Sc.-gráðu í bygg­inga­verk­fræði og upp­fyllti kröf­urn­ar.

Öllum kröf­um Sparra var því hafnað og sjálf­krafa stöðvun samn­ings­gerðar, sem fylgdi kæru, var aflétt.

Heimild: Mbl.is