Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð, óskar eftir tilboðum í verkið „Vatnstankur við Upsa“.
Lauslegt yfirlit
Verkið felur í sér jarðvinnu, gröft og fyllingar og uppsteypu á vatnstank við hlið núverandi vatnstanks við Upsa á Dalvík, auk léttrar byggingar á steyptum grunni fyrir tengingar og loka.
Helstu magntölur:
- Grunnflötur vatnstanks: 244m2
- Gröftur: 1500 m3
- Steypa: 230 m3
Útboðs og verklýsing ásamt teikningum verða send til áhugasamra verktaka, 6.ágúst.
Áhugasamir verktakar geta óskað eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á faglausn@faglausn.is
Vinsamlega sendið inn nafn, símanúmer og tölvupóstfang þess sem kemur til með að vinna að tilboðinu.
Útboðsgögn afhent: | 06.08.2025 kl. 00:00 |
Skilafrestur | 22.08.2025 kl. 14:00 |
Opnun tilboða: | 22.08.2025 kl. 14:00 |
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Heimild: Dalvíkurbyggð