Home Fréttir Í fréttum Vilja lífeyrissjóðina inn í Hörpuhótelið

Vilja lífeyrissjóðina inn í Hörpuhótelið

75
0
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Forsvarsmenn lúxushótelsins sem byggja á við Hörpu hafa boðið stærstu lífeyrissjóðum landsins að fjárfesta í verkefninu. Fulltrúar sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis hf. hafa fyrir hönd þeirra boðið stjórnendum sjóðanna að taka þátt í fjárfestingu upp á 30 milljónir dala, jafnvirði 3,6 milljarða króna, sem mun tryggja þeim sem að henni koma alls um 75% af hlutafé hótelsins. Byggingarreitur hótelsins, sem á fullklárað að kosta 130 milljónir dala, er í eigu bandaríska fasteignafélagsins Carpenter & Company sem íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson er hluthafi í.

<>

Heimild: Dv.is