Home Fréttir Í fréttum Vænlegast þykir að reisa nýtt skólahús

Vænlegast þykir að reisa nýtt skólahús

46
0
Skólatorfan svonefnda er hér fyrir miðri myndinni. mbl.is/Sigurður Bogi

Af nokkr­um kost­um sem fyr­ir hendi eru á Þórs­höfn á Langa­nesi kem­ur helst til greina að þar verði reist ný bygg­ing fyr­ir grunn­skóla sveit­ar­fé­lags­ins, í stað þess húss sem fyr­ir er. Í maí sl. vaknaði grun­ur um myglu í skóla­bygg­ing­unni á Þórs­höfn.

Þá strax var farið í að rann­saka og taka sýni og var mygl­an staðfest með því að taka alls 66 sýni. Mygl­an var mest und­ir gólf­dúk en leynd­ist einnig í veggj­um, lofti og víðar.

Fyr­ir ligg­ur að ekki verður kennsla í skóla­hús­inu á Þórs­höfn næsta vet­ur. Verið er að fara yfir mögu­leika í stöðunni en þeir eru að gera við skemmd­ir, rífa nú­ver­andi skóla­hús­næði og byggja nýtt á sama grunni eða þá reis­an nýj­an skóla á nýj­um stað en sömu slóðum þó.

Til­tölu­lega litlu mun­ar á kostnaði varðandi þessa kosti, en tal­an rokk­ar frá 700 til 850 millj­óna króna. Bent er á að nú­ver­andi skóli er byggður í fjór­um áföng­um og sá elsti er frá ár­inu 1944. Bygg­ing­in sé því að mörgu leyti barn síns tíma.

Heimild: Mbl.is