Betri samgöngur hafa samþykkt fjögur tilboð sem bárust í rammasamning um uppbyggingu innviða fyrir Borgarlínuna. Alls bárust átta tilboð en fjögur þeirra fullnægðu ekki hæfiskröfum útboðsins og komu því ekki til álita við samningsgerð.
Við mat á tilboðum var stuðst við stigagjöf (verð, gæði og reynsla og notkun á umhverfisvænni orku) en einungis gild tilboð voru metin til stiga.
Ákveðið var að gera rammasamninga með fullri aðild við eftirfarandi bjóðendur:
Ístak hf. (68 stig)
Tilboðsverð m/vsk 1.060.044.200
Íslenskir aðalverktakar hf. (65.7 stig)
Tilboðsverð m/vsk 1.199.777.150
Grafa og Grjót og Malbikunarstöðin Höfði hf. (65.2 stig)
Tilboðsverð m/vsk 1.017.487.500
Berg verktakar ehf. og Malbikunarstöðin ehf. (52 stig)
Tilboðsverð m/vsk 989.309.000
Borgarlínan varðar hagsmuni fjölmargra og því er lögð áhersla á að framkvæmdir verði unnar af nærgætni og í öflugu samstarfi við eigendur fyrirtækja, íbúa, veitufyrirtæki og aðra aðila sem málið varðar.
Nauðsynlegt er að framkvæmdum verði hagað með það að markmiði að lágmarka röskun, tryggja öryggi og uppfylla ströng fagleg gæðaviðmið. Skilvirk áætlanagerð og samhæfing allra aðila verður mikilvægur hluti af skyldum verktaka.
Áætlað heildar umfang rammasamnings á samningstímanum er um 60 milljarðar króna án virðisaukaskatts.
Helstu verkþættir rammasamninga Borgarlínu eru gatnagerð, jarðvinna, veituframkvæmdir, blágrænar ofanvatnslausnir, gangstéttagerð, landmótum, uppsetning lýsingar og umferðarmerkja sem og aðrir nauðsynlegir þættir við gerð Borgarlínu.
Nánari upplýsingar má nálgast hér.