Vegagerðin óskar eftir tilboðum í malbikun, malbiksviðgerðir og þurrfræsingu á vegum á Norðursvæði 2025.
Um er að ræða þurrfræsingu og malbikun á Hlíðarfjallsvegi. Yfirlögn með malbiki í Bakkaselsbrekku, á Blönduósi og við Laxá Þingeyjasveit. Gróffræsun á malbiki og yfirlögn ásamt viðgerðum á Akureyri. Verktaki leggur til allt malbik og burðarlagsefni 0/22mm í styrkingar Hlíðarfjallsvegi, áætluð þykkt burðarlags 10 cm. Gera má ráð fyrir einhverjum breytingum.
Þurrfræsing Hlíðarfjallsvegi
|
6.160 m²
|
Burðarlagsefni 0/22
|
620 m³
|
Slitlagsmalbik Hlíðarfjallsvegi á möl 60mm
|
6.160 m²
|
Slitlagsmalbik Bakkaselsbrekku 60mm
|
29.000 m²
|
Malbiks viðgerðir á Akureyri
|
100 m²
|
Gróffræsun og malbikun 45mm á Akureyri
|
1.100 m²
|
Malbikun 45mm á Blöfnuósi
|
3000 m²
|
Malbikun 45mm við Laxá Þingeyjasveit
|
630 m²
|
Verklok eru 15. september 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafrænt í útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 21. júlí 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 31. júlí 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.