Home Fréttir Í fréttum Sölu lokið á eignum þrotabús Kamba

Sölu lokið á eignum þrotabús Kamba

40
0
Ljósmynd: Aðsend mynd

Skiptastjóri þrotabús Kamba byggingarvara ehf. hefur lokið sölu á helstu eignum búsins.

Hildur Ýr Viðarsdóttir, skiptastjóri þrotabús Kamba byggingarvara ehf., hefur lokið sölu á helstu eignum búsins, þar á meðal glerverksmiðjunni á Hellu sem áður starfaði undir nafninu Samverk.

Mbl.is greinir frá þessu og segir að Smiðjutorg ehf., dótturfélag Stjörnublikks ehf., sé nýr eigandi verksmiðjunnar en félagið er í meirihlutaeigu fjárfestisins Finnboga Geirssonar.

Skiptastjóri hefur þá einnig lokið sölu á öðrum afmörkuðum eignahlutum búsins. Álfag ehf. hefur þá til að mynda keypt álhluta búsins en Álkerfi ehf. festi kaup á þeim hluta sem áður tengdist handriðaframleiðslu undir nafninu Sveinatunga.

Stjörnublikk náði samkomulagi um kaup á Samverk á Hellu úr þrotabúi Kamba byggingavara í síðasta mánuði. Finnbogi sagði þá í samtali við Viðskiptablaðið að með kaupunum vildi félagið koma starfsemi glerverksmiðjunnar á Hellu aftur í gang.

„Ég er fæddur og uppalinn Rangæingur og lít því á þetta sem samfélagsskyldu hjá mér að kaupa Samverk og koma starfseminni á Hellu af stað,“ sagði Finnbogi.

Heimild: Vb.is