Home Fréttir Í fréttum Ný 85 íbúða þyrping fyrirhuguð í Skógarhlíð

Ný 85 íbúða þyrping fyrirhuguð í Skógarhlíð

18
0
Bensínstöðin sést fyrir miðju þyrpingarinnar. Tölvuteikning/Nordic Office of Architecture

Byggja á 85 íbúðir og bíla­stæðakjall­ara með 66 bíla­stæðum en eng­um of­anj­arðar á lóðinni Skóg­ar­hlíð 16 sam­kvæmt til­lögu að breyttu skipu­lagi fyr­ir lóðina. Um er að ræða lóðina sem er fyr­ir ofan björg­un­ar­miðstöðina og aðstöðu slökkviliðsins í Skóg­ar­hlíð, en á lóðinni er jafn­framt þekkt bens­ín­stöð.

Hæsta bygg­ing þyrp­ing­ar­inn­ar yrði sam­kvæmt til­lög­unni fimm hæða há auk riss, eða 21 metri sam­tals. Til stend­ur að byggja leik­völl á lóðinni og að stæði fyr­ir 191 hjól verði á henni.

Einnig stend­ur til að bens­ín- og smur­stöðvar­bygg­ing Ork­unn­ar á reitn­um, sem hönnuð var af Þór Sand­holt og reist 1954, standi áfram, en árið 2023 var lagt til að húsið yrði friðað ásamt þrem­ur öðrum bens­ín­stöðvum.

Bygg­ing­in verður sam­kvæmt til­lög­unni end­ur­nýjuð og virkjað í þágu íbúa hverf­is­ins.

Mynd­in til vinstri sýn­ir nú­ver­andi ásýnd lóðar­inn­ar, en hægri mynd­in sýn­ir hvernig svæðið mun koma til með að líta út eft­ir fram­kvæmd­ir. Sam­sett mynd/​Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg/​Tölvu­teikn­ing/​Nordic office of Architect­ure

Henta vel til þétt­ing­ar byggðar

Í sam­göngumati verk­fræðistof­unn­ar Eflu á vist­væna ferðamáta seg­ir að íbúðabyggð í Hlíðahverfi henti vel fyr­ir bíl­laus­an lífstíl. Einka­bíla­eign (1,2 bíl­ar að meðaltali á heim­ili) mæl­ist einna lægst í hverf­inu og hlut­fall bíl­lausra heim­ila (16%) einna hæst auk þess sem nauðsyn­leg þjón­usta sé í göngu­færi.

Mat stof­unn­ar er því það að ein­ung­is þurfi 66 bíla­stæði í bíla­stæðakjall­ar­ann sem byggður verður á reitn­um.

Upp­bygg­ing á öðrum reit Ork­unn­ar við Birki­mel hef­ur valdið usla, meðal ann­ars vegna fyr­ir­séðs bíla­stæðaskorts fyr­ir íbúðirn­ar þar sem ein­ung­is sex bíla­stæði verða byggð fyr­ir 42 íbúðir.

Bens­ín­stöðin við Skóg­ar­hlíð 16. mbl.is/​Viðar Guðjóns­son

Svipaðra áhyggja má gæta á Face­book-hópn­um Hlíðar – besta hverfið! vegna fyr­ir­hugaðrar upp­bygg­ing­ar í Skóg­ar­hlíð, en þar verður fjöldi bíla­stæða á íbúð um 0,8.

Heim­ilt er að fækka stæðum niður í 44 ef all­ar mót­vægisaðgerðir eru nýtt­ar, en þá yrðu um 0,5 bíla­stæði á íbúð.

Til­laga var aug­lýst síðasta fimmtu­dag. Frest­ur til að skila inn at­huga­semd­um við skipu­lagstil­lög­una inn í skipu­lags­gátt er til 15. ág­úst næst­kom­andi.

Heimild: Mbl.is