Framkvæmdir hófust í Vestmannaeyjahöfn um helgina við endurbyggingu á Gjábakkakanti sem mun gera það mögulegt að taka á móti ekjufraktskipum einnig kölluð roro-skip. Kostnaður hleypur á hundruðum milljóna að sögn Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur hafnarstjóra.
Framkvæmdir hafa gengið vel hingað til og svæðið á að verða nothæft í lok október. Framkvæmdir klárast þó ekki að fullu fyrr en á næsta ári.
Dóra Björk segir framkvæmdirnar kostnaðarsamar. „Já þetta kostar fleiri hundruð milljónir,“ segir hún og bætir við að framkvæmdirnar séu unnar í samstarfi við Vegagerðina og að þau komi til með að borga hluta af kostnaðinum.
Heimild: Mbl.is