Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Fleiri hundruð milljón króna framkvæmdir

Fleiri hundruð milljón króna framkvæmdir

51
0
Framkvæmdir standa nú yfir við Gjábakkakant. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Fram­kvæmd­ir hóf­ust í Vest­manna­eyja­höfn um helg­ina við end­ur­bygg­ingu á Gjá­bakkakanti sem mun gera það mögu­legt að taka á móti ekju­frakt­skip­um einnig kölluð roro-skip. Kostnaður hleyp­ur á hundruðum millj­óna að sögn Dóru Bjark­ar Gunn­ars­dótt­ur hafn­ar­stjóra.

Fram­kvæmd­ir hafa gengið vel hingað til og svæðið á að verða not­hæft í lok októ­ber. Fram­kvæmd­ir klár­ast þó ekki að fullu fyrr en á næsta ári.

Dóra Björk seg­ir fram­kvæmd­irn­ar kostnaðarsam­ar. „Já þetta kost­ar fleiri hundruð millj­ón­ir,“ seg­ir hún og bæt­ir við að fram­kvæmd­irn­ar séu unn­ar í sam­starfi við Vega­gerðina og að þau komi til með að borga hluta af kostnaðinum.

Heimild: Mbl.is