Home Fréttir Í fréttum Vilja reisa 167,5 m háar vindmyllur

Vilja reisa 167,5 m háar vindmyllur

47
0
Fyrirhuguð raforkuvirkjun yrði ein sú stærsta á landinu. mbl.is/RAX

Áform eru um að reisa vindorku­ver á landi Hróðnýjarstaða í Dala­sýslu. Fyr­ir­tækið Stormorka ehf. stend­ur á bak við verk­efnið sem hef­ur fengið nafnið Storm I og er nú í mats- og skipu­lags­ferli.

Það sam­an­stend­ur af 18 vind­myll­um sem all­ar eru 167,5 metr­ar að hæð. Magnús E. Jó­hanns­son fram­kvæmda­stjóri Stormorku er vongóður um að leyfi fá­ist, fyr­ir­tækið hafi unnið að verk­efn­inu í hart­nær níu ár.

Björn Bjarki Þor­steins­son sveit­ar­stjóri Dala­byggðar seg­ir að enn eigi mikið vatn eft­ir að renna til sjáv­ar í þess­um mál­um og form­leg afstaða sveit­ar­stjórn­ar liggi ekki fyr­ir.

Ný­verið gaf Stormorka út um­hverf­is­mats­skýrslu fyr­ir fram­kvæmd­irn­ar. Þar kem­ur meðal ann­ars fram að all­ur búnaður sem þörf er á fyr­ir verk­efnið verði flutt­ur frá Grund­ar­tanga, áætlað er að flutn­ing­ar taki um níu vik­ur.

Magnús seg­ir að eft­ir sex ár af rann­sókn­um hafi það komið í ljós að um­hverf­isáhrif við bygg­ingu vind­mylln­anna séu minni hátt­ar.

Áætlað er að fram­kvæmd­ir taki tvö ár, hvort ár má bú­ast við að um þrjú hundruð starfs­menn komi að verk­efn­inu.

Heimild: Mbl.is