Home Fréttir Í fréttum Hagnaður Frosts þrefaldast

Hagnaður Frosts þrefaldast

34
0
Guðmundur Hannesson er framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts. Mynd: Vb.is

Kælismiðjan Frost, sem rekur viðhalds- og þjónustustöð fyrir kælibúnað, hagnaðist um tæplega 225 milljónir á síðasta ári samanborið við 76 milljónir árið áður.

Fyrirtækið hyggst greiða út 60 milljónir í arð í ár vegna rekstrarársins 2024, því er segir í ársreikningi.

Velta Kælismiðjunnar Frosts jókst um 16,9% milli ára, eða um rúmar 400 milljónir, og nam 2,8 milljörðum króna. Ársverk voru 63 samanborið við 66 árið áður. Rekstrarhagnaður (EBIT) fór úr 104 milljónum í 272 milljónir króna milli ára.

„Erlend verkefni eru að jafnaði stór hluti af heildarveltu félagsins og hefur reksturinn verið mikil áskorun á undanförnum árum þar sem stór verkefni hafa frestast vegna erfiðra ytri aðstæðna,“ segir í skýrslu stjórnar.

„Félagið hefur lagt áherslu á að sækja ný verkefni sem hefur skilað sér m.a. í aukningu á innlendum verkefnum sem hafa skilað félaginu góðri afkomu á árunum 2023 og 2024. Verkefnastaða félagsins fyrir árið 2025 er mjög góð.“

Skjáskot af Vb.is

Eignir félagsins voru bókfærðar á 1,8 milljarða króna í árslok 2024 og eigið fé var um 1,1 milljarður.

Í upphafi þessa árs gekk Kælismiðjan Frost frá kaupum á rafverktakafyrirtækinu TG raf ehf. Hluti kaupverðsins var greiddur með hlutafé í Frosti.

Stærstu hluthafar Kælismiðjunnar Frosts í árslok 2024 voru fjárfestingarfélagið Kaldbakur og samvinnufélagið Kea sem eiga hvort um sig 21% hlut í félaginu.

Heimild: Vb.is