F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Bætt aðgengi við biðstöðvar strætó 2025. Yfirborðsfrágangur, útboð nr. 16175.
Lauslegt yfirlit yfir verkið :
Verkefnið snýr að bættu aðgengi að 26 biðstöðvum víðsvegar um Reykjavík. Stór hluti verkefnisins felst í að að færa ruslastampa eða fjarlægja ruslatunnur, færa skiltastaura strætó og útbúa leiðilínur frá strætóskýlum að götukanti. Á nokkrum biðstöðum er umfang meira þar sem verið er að fjarlægja eldri núverandi skýli fyrir ný ásamt færslu á núverandi skýlum.
Útboðsgögn verða eingönguaðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 15:00, 1. júlí 2025. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 15. júlí 2025.