Home Fréttir Í fréttum Reykjanesbæ ekki heimilt að hafna greiðslu vaxta

Reykjanesbæ ekki heimilt að hafna greiðslu vaxta

67
0
Benedikt telur það ekki standast lög að einhliða ákveða það að greiða ekki dráttarvexti. Samsett mynd/mbl.is/Árni Sæberg/Sigurður Bogi

Bene­dikt Bene­dikts­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, seg­ir lög sem tóku gildi árið 2015 koma í veg fyr­ir það að hægt sé að sniðganga ein­hliða greiðslu drátt­ar­vaxta.

Hann seg­ir það al­mennt ekki tíðkast að ríkið og sveit­ar­fé­lög neiti að greiða drátt­ar­vexti af skuld­um sín­um.

Reykja­nes­bær hef­ur verið í umræðunni síðastliðnar vik­ur meðal ann­ars vegna þess að sveit­ar­fé­lagið hef­ur verið sagt greiða skuld­ir sín­ar til verk­taka seint og illa. Verk­tak­arn­ir hafa lýst því að sveit­ar­fé­lagið neiti að greiða drátt­ar­vexti.

Greiða ekki drátt­ar­vexti sam­kvæmt bók­un

Á fundi bæj­ar­ráðs á föstu­dag­inn síðastliðinn skilaði meiri­hlut­inn í bæj­ar­ráðinu inn bók­un þar sem meiri­hlut­inn varðist þeirri um­fjöll­un sem hef­ur verið síðustu vik­ur um fjár­hag bæj­ar­ins.

„Reykja­nes­bær sem sveit­ar­fé­lag sem gæt­ir að fjár­mun­um skatt­greiðenda sinna greiðir ekki drátt­ar­vexti. Það ger­ir ís­lenska ríkið ekki held­ur og fæst sveit­ar­fé­lög,“ seg­ir meðal ann­ars í bók­un meiri­hlut­ans.

Lög um greiðslu­drátt í versl­un­ar­viðskipt­um tóku gildi árið 2015 en í þeim lög­um seg­ir að ákvæði í samn­ingi sem úti­loki greiðslu drátt­ar­vaxta telj­ist ber­sýni­lega ósann­gjarn­ir samn­ings­skil­mál­ar en það þýðir að slík ákvæði telj­ast ólög­mæt sam­kvæmt samn­inga­lög­um.

Lög­in voru inn­leidd í gegn­um EES-samn­ing­inn og því er um Evr­ópu­lög­gjöf að ræða.

„Ég tel að það sé til­efni til þess að taka þetta til at­hug­un­ar á grund­velli þess­ara laga. Það er ljóst sam­kvæmt þess­um lög­um að ef samið er um greiðslu­frest þá get­ur op­in­ber aðili ekki tekið ein­hliða ákvörðun að haga sér með öðrum hætti,“ seg­ir Bene­dikt í sam­tali við mbl.is.

Op­in­ber­ir aðilar greiða drátt­ar­vexti

Bene­dikt seg­ir það vera á und­an­haldi að op­in­ber­ir aðilar neiti að greiða drátt­ar­vexti, sér í lagi vegna gildis­töku fyrr­nefndra laga árið 2015.

„Fyr­ir setn­ingu þess­ara laga þá var al­mennt talað um það að hið op­in­bera væri einn af þeim aðilum sem væri hvað grófast­ur þegar kæmi að því að standa í skil­um. Stærri op­in­ber­ar stofn­an­ir gengu gróf­lega þegar kom að því að hafna greiðslu drátt­ar­vaxta. Þessi lög hafa valdið straum­hvörf­um og eft­ir gildis­töku þeirra er það ekki þannig að aðilar neiti ein­hliða að greiða drátt­ar­vexti,“ seg­ir Bene­dikt.

Bene­dikt hafn­ar þeirri full­yrðingu meiri­hlut­ans í bæj­ar­ráði Reykja­nes­bæj­ar að ríkið og sveit­ar­fé­lög greiði al­mennt ekki drátt­ar­vexti.

„Ég bara hafna þessu al­farið enda eru þessi lög skýr er varðar þetta. Þetta er ekki lög­mætt ef þetta er gert ein­hliða. Lög­in ganga fram­ar ein­hverj­um venj­um eða hvað það er sem menn telja sig geta byggt á. Það má benda á það að þegar ríkið hef­ur verið dæmt til að end­ur­greiða of­greidda skatta þá er skýrt að af því eru greidd­ir drátt­ar­vext­ir og ég tel það sama eiga við hér,“ seg­ir Bene­dikt um bók­un meiri­hlut­ans.

Drátt­ar­vext­ir eru bæt­ur

Bene­dikt seg­ist aldrei hafa heyrt af því í seinni tíð að ríkið og sveit­ar­fé­lög líti svo á að laga­lega beri þeim ekki að greiða drátt­ar­vexti.

Hann seg­ir nauðsyn­legt að hafa það í huga að drátt­ar­vext­ir eru í eðli sínu bæt­ur sem greidd­ar eru fyr­ir leigu á fjár­mun­um.

„Það má velta fyr­ir sér áhrif­un­um sem það myndi hafa ef ríkið og sveit­ar­fé­lög myndu draga greiðslur og aldrei greiða af því drátt­ar­vexti. Þá myndi kostnaður­inn enda hjá öðrum viðsemj­end­um viðkom­andi aðila, skatt­greiðend­um er ekki greiði gerður með því. Rök meiri­hlut­ans um það verið sé að gæta að fé skatt­greiðenda halda ekki vatni,“ seg­ir Bene­dikt að lok­um.

Heimild: Mbl.is