Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Fram­kvæmd­ir eru hafnar á Dynj­andis­heiði

Fram­kvæmd­ir eru hafnar á Dynj­andis­heiði

86
0
Sett verða tvö ræsi í ána Svínu.

Framkvæmdir við þriðja og síðasta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði hófust í byrjun júní. Um er að ræða nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 7,2 km kafla sem verður að mestu í nýju vegstæði, auk tæplega 1 km kafla á Dynjandavegi, þ.e. veginn inn að fossinum Dynjanda. Einnig verður gert keðjunarplan og nýr áningastaður fyrir vegfarendur. Stefnt er að því að verkinu ljúki í lok september 2026.

Verkinu á að ljúka í lok september á næsta ári.

Framkvæmdir hafa farið vel af stað. Helstu verkefni eru að nú er unnið að sprengingum og fyllingum í nýju vegstæði Vestfjarðavegar. Jafnframt stendur yfir vinna við sprengingar og mölun á klæðingarefni í Trölladalsnámu.

Síðustu vikurnar hefur verið unnið við að losa lausa kletta í Fremridal en ekki var talið óhætt að vinna undir klettunum vegna hættu á grjóthruni. Unnið verður áfram við næstu daga og vikur.

Losa þarf umlausa kletta í Fremridal.

Á Dynjandisvegi er unnið á um 400 m kafla. Þegar er búið að setja niður tvö stór ræsi í ánni Svínu, sem fellur í Dynjandisvog. Vonir standa til þess að hægt verði að klæða Dynjandisveg í ágúst, en umferð ferðamanna er mikil á þessum slóðum, ekki síst yfir sumartímann.

Verktaki er Borgarverk ehf. og Verkís sér um eftirlit.

Heimild: Vegagerðin