Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Innanhússfrágangur við Grensásdeild að hefjast

Innanhússfrágangur við Grensásdeild að hefjast

62
0
Mynd: NLSH.is

Framkvæmdir við stækkun Grensásdeildar halda áfram á fullri ferð og eru í samræmi við áætlun. Nú hefur verið lokið við alla uppsteypu nýbyggingarinnar, þar á meðal burðarvirki íþróttahússins, og vinna við þak þess er að ljúka.

Með þessum áfanga telst uppsteypu formlega vera lokið, sem er mikilvægur áfangi í framkvæmdinni og markar skýr skil yfir í næsta stig sem er vinna við frágang.

Mynd: NLSH.is

Innanhússvinnan hefst fljótlega, uppsetning á ytra byrði og annar frágangur. Eins og áður er stefnt að verklokum á haustdögum á næsta ári 2026.

Heimild: NLSH.is