Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Óviðbúin sprengingu sem líktist helst gikkskjálfta

Óviðbúin sprengingu sem líktist helst gikkskjálfta

35
0
Ólöf Ágústína Stefánsdóttir, íbúi á Laugarnesvegi, við grunninn að stækkun Grand hótels við Sigtún. Umfangsmiklar sprengingar hafa staðið þar yfir að undanförnu og íbúar kvarta sáran undan ónæðinu. mbl.is/Eyþór

Íbúar í grennd við Sig­tún hafa orðið fyr­ir mikl­um óþæg­ind­um af spreng­ing­um sem staðið hafa yfir vegna stækk­un­ar Grand hót­els og bygg­ing­ar bíla­kjall­ara fyr­ir íbúðabyggð sem á að rísa á Blóma­vals­reitn­um.

„Það voru bara íbú­ar í Sig­túni sem fengu bréf frá bygg­ing­ar­verk­taka og þeim boðið að hús­in yrðu skoðuð fyr­ir spreng­ing­arn­ar. Ég var hins veg­ar að passa barna­börn­in mín á föstu­dags­morgni þegar þessi svaka­lega spreng­ing varð og ég hélt að eitt­hvað svaka­legt hefði gerst. Þetta líkt­ist helst gikk­skjálfta en var stærra en það. Ég fór inn á all­ar síður til að at­huga hvar hefði orðið jarðskjálfti en fann ekki,“ seg­ir Ólöf Ágústína Stef­áns­dótt­ir, íbúi á Laug­ar­nes­vegi, við Morg­un­blaðið.

Heimild: Mbl.is