
Íbúar í grennd við Sigtún hafa orðið fyrir miklum óþægindum af sprengingum sem staðið hafa yfir vegna stækkunar Grand hótels og byggingar bílakjallara fyrir íbúðabyggð sem á að rísa á Blómavalsreitnum.
„Það voru bara íbúar í Sigtúni sem fengu bréf frá byggingarverktaka og þeim boðið að húsin yrðu skoðuð fyrir sprengingarnar. Ég var hins vegar að passa barnabörnin mín á föstudagsmorgni þegar þessi svakalega sprenging varð og ég hélt að eitthvað svakalegt hefði gerst. Þetta líktist helst gikkskjálfta en var stærra en það. Ég fór inn á allar síður til að athuga hvar hefði orðið jarðskjálfti en fann ekki,“ segir Ólöf Ágústína Stefánsdóttir, íbúi á Laugarnesvegi, við Morgunblaðið.
Heimild: Mbl.is