„Við vorum með þverfaglega vinnustofu um Vesturbugt þar sem slippasvæðið við Mýrargötu var tekið fyrir. Ástæðan fyrir því að við tökum þetta svæði fyrir er vegna tillagna í deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir íbúðabyggð með 177 íbúðum,“ segir Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur um verkefni og hugmyndafræði sem snýst um að byggja inn í byggðamynstur og taka mið af sögunni þegar reitir í gamla bænum eru skipulagðir.
Hann segir markmið vinnunnar að koma með grófar tillögur að því hvernig þetta svæði geti þróast til framtíðar. Margir hafi komið að vinnunni, eins og leikmenn, Háskólinn og borgarfulltrúar. Þeir borgarfulltrúar sem mættu komu frá Sósíalistaflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum.
Heimild: Mbl.is