Home Fréttir Í fréttum Eftirlitið í molum

Eftirlitið í molum

27
0
Miklir gallar reyndust vera á byggingu hússins og kostaði viðgerð um 460 milljónir króna. Mynd: Mbl.is

Guðni Á. Har­alds­son hrl. seg­ir eft­ir­liti bygg­ing­ar­full­trúa sveit­ar­fé­laga með ný­bygg­ing­um vera mjög ábóta­vant. Á því þurfi að ráða bót enda geti slæl­egt eft­ir­lit haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér.

Guðni var lögmaður í máli sem sagt var frá í Morg­un­blaðinu í vikunni. Nán­ar til­tekið var sagt frá dóms­máli vegna ágalla á fjöl­býl­is­hús­inu við Löngu­línu 2-6 í Sjá­lands­hverf­inu í Garðabæ. En í því máli (nr. 798/​2017) dæmdi Hæstirétt­ur Ari­on banka til að greiða hús­fé­lag­inu um 300 millj­ón­ir í bæt­ur en rífa þurfti alla klæðningu af blokk­inni og klæða upp á nýtt fyr­ir um 460 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is