Home Fréttir Í fréttum Boðar hert eftirlit með byggingum

Boðar hert eftirlit með byggingum

69
0
Gallar í þessu húsi í Vogabyggð hafa verið til umræðu en það var byggt 2019. Vegna lekavandamála hefur þurft að klæða húsið að utan. mbl.is/Baldur

Þór­unn Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mann­virkja og sjálf­bærni hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, HMS, seg­ir að end­ur­skoða þurfi eft­ir­lit með upp­bygg­ingu hús­næðis.

„HMS er með eft­ir­litið til skoðunar á breiðum grunni því að við sjá­um að þetta virk­ar ekki í nú­ver­andi mynd,“ seg­ir Þór­unn og rifjar upp for­sög­una.

„Það sem gerðist þegar fram­kvæmd áfanga­út­tekta var færð til bygg­ing­ar­stjóra fyr­ir nokkr­um árum var að óháð fram­kvæmda­eft­ir­lit nán­ast þurrkaðist út. Ef ekk­ert óháð eft­ir­lit er til staðar þá auðvitað minnk­ar aðhaldið og áhersla á gróða eykst á kostnað góðra vinnu­bragða. Eft­ir­lit með hönn­un­ar­hluta bygg­inga­gerðar er held­ur ekki nægt að mínu mati, en það er form­lega á hendi bygg­ing­ar­full­trúa,“ seg­ir Þór­unn.

Heimild: Mbl.is