Betri samgöngur ohf. óska eftir tilboðum í gerð rammasamnings um uppbyggingu innviða fyrir Borgarlínu.
Helstu verkþættir eru gatnagerð, jarðvinna, veituframkvæmdir, blágrænar ofanvatnslausnir, gangstéttagerð, landmótum, uppsetning lýsingar og umferðarmerkja og aðrir verkþættir eru nauðsynlegir í tengslum við gerð Borgarlínu.
Stefnt er að því að semja við allt að sjö bjóðendur til fjögurra ára með heimild til framlengingar um fjögur ár til viðbótar, eitt ár í senn.
Nánari lýsing á Borgarlínu, rammasamningi og fyrirhuguðum framkvæmdum er að finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvef verkkaupa.
Útboðsgögn afhent: | 16.04.2025 kl. 10:42 |
Skilafrestur | 20.05.2025 kl. 14:00 |
Opnun tilboða: | 20.05.2025 kl. 14:00 |