Veitur ohf. óska eftir tilboðum í verkið: „VEV-2025-07 Fjarðarhraun, stígagerð og veitulagnir“
Verkið Fjarðarhraun, stígagerð og veitulagnir felur í sér gerð stofnstígs um Fjarðarhraun frá Flatahrauni samsíða Bæjarhrauni að gatnamótum Fjarðarhrauns/Hafnarfjarðarvegar. Á stofnstígnum eru þveranir við Flatahraun, Bæjarhraun og Hólshraun auk tenginga við núverandi stígakerfi.
Stofnstígurinn tengist núverandi stíg við Flatahraun.
Gönguþverun yfir Fjarðarhraun til móts við Hjallahraun tengist inn á stofnstíginn.
Þverun á Bæjarhrauni við Drangahraun tengist við núverandi stíg við Bæjarhraun og inn á stofnstíg.
Meðfram Hólshrauni að sunnanverðu milli Bæjarhrauns og Kaplahrauns verður gangstígur sem þverar Bæjarhraun og tengist þaðan inn á stofnstíg.
Við stofnstíginn tengjast núverandi stígar í Garðabæ við Lynghóla og Hraunhóla.
Verkið felur í sér lagningu stofnstígs um Fjarðarhraun frá Flatahrauni, samsíða Bæjarhrauni og að gatnamótum Fjarðarhrauns og Hafnarfjarðarvegar. Á leiðinni verða þveranir við Flatahraun, Bæjarhraun og Hólshraun, ásamt tengingum við núverandi stígakerfi. Framkvæmd verður þverun á Bæjarhrauni við Drangahraun sem mun tengjast bæði núverandi stíg við Bæjarhraun og stofnstígnum. Að auki verður lagður göngustígur meðfram Hólshrauni að sunnanverðu, milli Bæjarhrauns og Kaplahrauns sem tengist stofnstígnum. Þá munu núverandi stígar í Garðabæ, við Lynghóla og Hraunhóla, tengjast honum einnig.
Stofnstígurinn verður með almennri lýsingu og sérstökum ljósum við þveranir, en lýsingin tengist götulýsingakerfum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Núverandi ljósastaurar verða fjarlægðir og nýir götuljósastaurar settir upp eftir þörfum. Sérstök lýsing verður á þremur gagnbrautum, við Hólshraun, Bæjarhraun og Flatahraun.
Í verkinu felst einnig lagning hitaveitulagnar DN600/Ø80 í stígstæðið frá Bæjarhrauni 4 að tengingu við Hraunhóla, auk þess sem hitaveitulagnir í Hólshrauni að Kaplahrauni verða endurnýjaðar. Fjarðarhraun verður þverað við Hraunhóla með DN150 lögn.
Þá verða lagðir háspennustrengir í stígstæðið frá Bæjarhrauni 4 að tengingu við Hraunhóla og Hafnarfjarðarveg, ásamt því að stokkur verður lagður í Hólshrauni, þvert yfir Bæjarhraun, að Kaplahrauni.
Gróður sem raskast vegna verksins verður bættur með sambærilegum nýjum gróðri samkvæmt teikningum landslagsarkitekts.
Vegna þessara framkvæmda þarf að breyta núverandi bílastæðum við Bæjarhraun 2.
Stofnstígurinn verður með lýsingu og við þveranir verður sérstök lýsing. Lýsing við stofnstíg tengist bæði inná götulýsingakerfi Garðabæjar og Hafnarfjarðar.
Verkið felur í sér að leggja ídráttarrör og jarðstrengi, taka niður núverandi ljósastaura og útvega og reisa götuljósastaura.
Lýsing fyrir Stofnstíg í Hafnarfirði tengist inná götulýsingu á Bæjarhraunin, á móts við Bæjarhraun 18.
Lýsing fyrir stofnstíginn í Garðabæ tengist inná stígalýsingu við Hraunhóla.
Þrjár gagnbrautir verða lýstar sérstaklega, Hólshraun, Bæjarhraun og Flatahraun.
Leggja skal hitaveitulögn DN600/Ø800 í stígstæði. Lagt verður í stígstæði til móts við Bæjarhraun 4 og að tengingu við Hraunhóla. Endurnýja skal hitaveitulagnir í Hólshrauni að Kaplahrauni. Þvera skal Fjarðarhraun móts við Hraunhóla með DN150.
Leggja skal háspennustrengi í stígstæði. Lagt verður í stígstæði til móts við Bæjarhraun 4 og að tengingu við Hraunhóla/Hafnarfjarðarveg. Leggja skal stokk í Hólshrauni sem sem þverar Bæjarhraun og nær að Kaplahrauni.
Gróður sem fer í uppnám í verkinu verður bættur með sambærilegu magni af nýjum gróðri samkvæmt teikningum Landslags.
Gera skal gönguþverun við Bæjarhraun til móts við Drangahraun og yfir Bæjahraun við Hólshraun. Gera skal breytingu á bílastæðum innan lóðar við Bæjarhraun 2.
Gera þarf breytingar á umferðarljósum við Hólshraun þar sem ljósker verða færð og leggja á nýtt ljósleiðararör fyrir samskiptastreng í stíginn.
Útboðsgögn afhent: | 11.04.2025 kl. 13:00 |
Skilafrestur | 05.05.2025 kl. 14:00 |
Opnun tilboða: | 05.05.2025 kl. 14:00 |
Sjá nánari upplýsingar um verkefnið í útboðsgögnum.