Home Fréttir Í fréttum Þak­garðar og bíla­lyfta í stað bensín­stöðvar

Þak­garðar og bíla­lyfta í stað bensín­stöðvar

69
0
Uppbyggingin myndi fela í sér mikla breytingu fyrir svæðið. Nordic Office of Architecture/Já

Fjögurra til fimm hæða fjölbýlishús mun rísa í stað bensínstöðvar og matsölustaðar við Birkimel í Reykjavík ef deiliskipulagsbreyting nær fram að ganga.

Í tillögunni er gert ráð fyrir 42 íbúðum af ýmsum stærðum á reitnum. Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast niður úr norðri til suðurs, úr fimm hæðum í fjórar. Húsið yrði hæst 19,1 metri að hæð að norðanverðu og lægst 12,1 metri næst Hagatorgi. Þá verða miðlægir þakgarðar á húsinu opnir öllum íbúum.

Í breytingartillögu á deiliskipulagi sem var lögð fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær er lóðinni breytt úr þjónustulóð í íbúalóð, með þjónustu á hluta jarðhæðar. Þá er leyfilegt byggingamagn aukið. Þetta samræmist samkomulagi sem Reykjavíkurborg hafði áður gert við olíufélög um fækkun bensínstöðva í borginni.

Tölvumyndir Nordic Office of Architecture sem finna má í kynningargögnum Reykjavíkurborgar.
Reykjavíkurborg

Bílalyfta og mun fleiri hjólastæði

„Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast og hliðrast til meðfram Birkimel. Þökin eru marghalla og mynda óreglulega samhverfu sem byggir undir fjölbreytta upplifun, allt undir mismunandi horfi vegfarenda,“ segir í kynningu.

Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á lóðinni og einu stæði fyrir deilibíl. Samtals verði sex bílastæði innan lóðar í bílakjallara með bílalyftu og þar af þrjú stæði til almennra nota fyrir íbúa. Í greinargerð segir að samkomulag um annars konar bílastæðafyrirkomulag velti á framtíðaráformum innan næsta nágrennis, þar á meðal um byggingu bílastæðahúss. Gert er ráð fyrir minnst 100 hjólastæðum innan lóðar, þar af 84 innan byggingar.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að auglýsa umrædda deiliskipulagstillögu og vísa henni til borgarráðs.ægi

Heimild: Visir.is