Ný frárennslisdælustöð komin við höfnina í Grindavík.
Í gær var nýrri frárennslisdælustöð komið fyrir á höfninni. Undirbúningsvinna hefur verið í gangi undanfarnar vikur en áform um smíði dælustöðvarinnar voru komin í ferli áður en náttúruhamfarir riðu yfir bæinn 10. nóvember 2023.
Dælustöðin er hluti af nýju fráveitukerfi sem á að snúa rás dælingarinnar við, í stað þess að fráveitan renni vestur neðan við Hópsnes, mun hún snúa allri dælingu austur fyrir Þórkötlustaðanes, sem felur í sér töluvert minni mengun.
Þrjá krana þurfti til verksins en dælustöðin vegur u.þ.b. 150 tonn.
Heimild: Grindavíkurbær