Home Fréttir Í fréttum Áburðarverksmiðja föl fyrir 190 milljónir

Áburðarverksmiðja föl fyrir 190 milljónir

72
0
Þetta hús var hluti af Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi sem hóf framleiðslu árið 1954. mbl.is/sisi

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að hefja sölu­ferli á fast­eign Reykja­vík­ur­borg­ar að Gufu­nes­vegi 40. Þetta hús til­heyrði áður áburðar­verk­smiðjunni í Gufu­nesi. Það er illa farið og þarfn­ast veru­legra end­ur­bóta.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs til borg­ar­ráðs að Reykja­vík­ur­borg eigi tvær fast­eign­ir í Gufu­nesi sem hafa verið í út­leigu í nokk­ur ár.

Önnur er 2.668 fer­metra skrif­stofu­bygg­ing sem gert er ráð fyr­ir að Reykja­vík­ur­borg eigi áfram og standa yfir viðgerðir og end­ur­bæt­ur á henni.

Hin er 1.632 fer­metra verk­smiðju­hús sem lagt er til að selja. Fram kem­ur að ástand húss­ins sé bág­borið.

„Í Gufu­nesi hef­ur verið að mót­ast ein­stakt hverfi þar sem sam­an fara skap­andi starf­semi og íbúðar­hús­næði,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Þegar séu nokk­ur verk­efni kom­in vel áleiðis og fleiri í far­vatn­inu. Mik­ill áhugi hafi verið á því að koma að verk­efn­inu og til þess að koma til móts við þær ósk­ir er lagt til að Reykja­vík­ur­borg bjóði til sölu Gufu­nes­veg 40 und­ir verk­efni sem falla und­ir hug­mynda­fræði svæðis­ins.

Um sölu­sam­keppni er að ræða þar sem blanda af hug­mynd, þekk­ingu og reynslu verður met­in til viðbót­ar við boðið kaup­verð sam­kvæmt mats­líkani, sem tek­ur til fjölda þátta. Sett verður lág­marks­verð, 190 millj­ón­ir króna.

Til­boðsfrest­ur er til og með 3. apríl 2025. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um eign­irn­ar og kröf­ur til þátt­tak­enda er að finna á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is