
Fimm tilboð bárust í endurbyggingu Norðausturvegar á um 7,6 kílómetra (km) kafla, frá Langanesvegi að Vatnadal á Brekknaheiði.
Meginmarkmiðið með framkvæmdinni er að bæta umferðaröryggi og samgöngur milli Þórshafnar og Bakkafjarðar en núverandi vegur er langur og mjór malarvegur, víða með bröttum vegfláum. Þetta verður því umtalsverð vegabót fyrir íbúa svæðisins sem og ferðamenn.
Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni þriðjudaginn 4. mars sl. VBF Mjölnir ehf., Selfossi, reyndist eiga lægsta tilboðið, krónur 778.262.100. Var það 84% af kostnaðaráætlun, sem var tæpar 922 milljónir.
Skútaberg ehf., Akureyri, bauð krónur 862.305.200, Grafa og grjót ehf., Hafnarfirði, krónur 868.185.584, Þ.S. Verktakar ehf., Egilsstöðum, krónur 1.044.744.744 og Héraðsverk ehf., Egilsstöðum, krónur 1.189.094.847.
Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.
Heimild: Mbl.is