
Skrifstofa fjármála- og ráðgjafar f.h. SORPU bs, óskar eftir tilboðum í verkið: „SORPA – Endurvinnslustöð, Lambhagavegur 14“, sem var forauglýst þann 31. janúar 2025, sjá hér: 66307-2025 – Planning – TED
Kaupandi fyrirhugar að byggja nýja endurvinnslustöð að Lambhagavegi 14, 113 Reykjavík. Endurvinnslustöðin við Lambhagaveg tekur við flokkuðum úrgangi frá viðskiptavinum kaupanda og mun þjóna um 50.000 íbúum á höfuðborgarsvæðinu.
Undirstöður, botnplötur og stoðveggir eru staðsteyptir úr járnbentri steinsteypu og grundaðir á fyllingarpúða. Aðalburðarvirki veggja er úr staðsteyptri steinsteypu. Þak yfir aðalbyggingu og skyggni er gert úr þakeiningum og límtrébitum. Stálsúlur eru undir límtrébitum í skyggni. Þak og þakbitar í útigeymslu er staðsteypt úr járnbentri steinsteypu. Útveggir klæðast með yleiningum og timburklæðningu.Lóðin er að mestu malbikuð, rampur er á milli þjónustusvæðis og losunarsvæðis almennings. Svæðið verður afgirt og með rafmagnshliði við inn- og útkeyrslu við lóðarmörk
Um er að ræða almennt útboð þar sem hvaða fyrirtæki sem er getur lagt fram tilboð.
Útboðsgögn verða eingönguaðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 13:40 þann 14. mars 2025.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:30 þann 31. mars 2025.