Vegagerðin óskar eftir tilboðum í holuviðgerðir á malbikuðum slitlögum 2025 á höfuðborgarsvæði og Reykjanesi.
Viðgerð með íkasti
|
4.000 m2
|
Gildistími samnings er eitt ár, frá 1. apríl 2025 til 1. apríl 2026. Heimild er til framlengingar samnings um eitt ár með samþykki beggja aðila.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 11. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. mars 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.