Home Fréttir Í fréttum Afkoma Reita umfram væntingar

Afkoma Reita umfram væntingar

22
0
Guðni Aðalsteinsson forstjóri Reita. mbl.is/Arnþór Birkisson

Rekstr­ar­hagnaður fast­eigna­fé­lags­ins Reita fyr­ir mats­breyt­ingu nam 10.972 millj­ón­um króna á síðasta ári og jókst um 822 millj­ón­ir króna eða 8,1% milli ára. Þetta kem­ur fram í nýbirtu upp­gjöri fé­lags­ins.

Þar seg­ir að ár­ang­ur á öll­um þátt­um kjarn­a­starf­sem­inn­ar skilaði sér í góðum rekstr­ar­hagnaði fé­lags­ins á ár­inu. Aukn­ingu tekna milli ára má rekja til verðlags­hreyf­inga og end­ur­nýj­un leigu­samn­inga en nýj­ar eign­ir skiluðu um 200 millj­óna króna aukn­ing.

Grunn­mark­mið nýrr­ar vaxt­ar­stefnu fé­lags­ins sem mörkuð var á síðasta ári er kröft­ug­ur og arðbær vöxt­ur þannig að eign­ir fé­lags­ins verði 300 ma.kr. í lok tíma­bils­ins.

Í upp­gjör­inu seg­ir að lagt hafi verið upp með mark­viss verk­efni í takt við vaxt­ar­stefn­una og góður ár­ang­ur náðist á öll­um þrem­ur sviðum kjarn­a­starf­semi fé­lags­ins; þróun, kaup­um og upp­bygg­ingu. Fjár­fest var kröft­ug­lega í nýj­um verk­efn­um á ár­inu, fyr­ir um 18,1 millj­arða króna sem er tals­vert um­fram áætl­un fé­lags­ins um 11 millj­arða króna fjár­fest­ingu. Þar af var 9,6 millj­örðum króna varið í nýj­ar eign­ir og rúm­ir 8,5 millj­arðar króna fjár­fest í end­ur­bót­um á fast­eign­um fé­lags­ins.

Leggja til 1,5 millj­arða í arð
Fé­lagið ger­ir ráð fyr­ir að rekstr­ar­tekj­ur árs­ins í ár verði 17.700 – 18.000 millj­ón­ir króna sem er aukn­ing um 8-9% og að rekstr­ar­hagnaður árs­ins nemi 11.750 – 12.050 millj­ón ir króna og auk­ist um 7-10%.

Gert er ráð fyr­ir um 4% hækk­un verðlags milli ára og að nýt­ing­ar­hlut­fall verði sam­bæri­legt við nýt­ingu árs­ins 2024. Kostnaðar­hlut­föll eru áætluð svipuð og á fyrra ári, sem skil­ar nær óbreyttu rekstr­ar­hagnaðar­hlut­falli fyr­ir árið í heild.

Stjórn legg­ur til við aðal­fund fé­lags­ins að arður verði greidd­ur til hlut­hafa að fjár­hæð 2,20 kr. fyr­ir hverja krónu nafn­verðs úti­stand­andi hluta­fjár í fé­lag­inu vegna rekstr­ar­árs­ins 2024 eða um 1.533 millj­ón­ir króna. Jafn­framt er lagt til að arður að fjár­hæð 1,50 fyr­ir hverja krónu nafn­verðs úti­stand­andi hluta­fjár verði greidd­ur til hlut­hafa í lok sept­em­ber. Nán­ari upp­lýs­ing­ar verða birt­ar í til­lögu stjórn­ar til aðal­fund­ar.

Haft er eft­ir Guðna Aðal­steins­syni, for­stjóra Reita í upp­gjöri fé­lags­ins að eft­ir­tekt­ar­verður ár­ang­ur fé­lags­ins á ár­inu sem leið sé afrakst­ur góðrar sam­vinnu og metnaðarfullr­ar vaxt­ar­stefnu sem var leiðarljós í því sem fé­lagið tók sér fyr­ir hend­ur.

„Það er ánægju­legt að sjá hversu mikl­um fram­gangi við náðum strax á fyrsta ári nýrr­ar stefnu en sá ár­ang­ur er til kom­in vegna öfl­ugr­ar sam­vinnu allra hagaðila fé­lags­ins og vil ég þakka stjórn, hlut­höf­um, starfs­fólki, viðskipta­vin­um og sam­starfsaðilum fyr­ir far­sælt sam­starf. Fram­gang­ur árs­ins gef­ur okk­ur meðbyr á nýju ár þar sem vaxt­ar­stefna fé­lags­ins er leiðandi stef í allri ákv­arðana­töku og verk­efn­um.

Auk skýrra mark­miða er verðugur til­gang­ur það sem hvet­ur okk­ur áfram en við setj­um stefn­una á að vera leiðandi afl í upp­bygg­ingu og rekstri fast­eigna. Við fjár­fest­um í nýj­um eigna­flokk­um og þró­un­ar­verk­efn­um af krafti og leggj­um þannig okk­ar fram­lag á vog­ar­skál­arn­ar til þess mæta eft­ir­spurn eft­ir fast­eign­um og innviðum, sam­fé­lag­inu til hags­bóta,“ er haft eft­ir Guðna.

Heimild: Mbl.is