Home Fréttir Í fréttum Forsetaframbjóðandi í stappi við borgina

Forsetaframbjóðandi í stappi við borgina

18
0
Helga Þórisdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgu Þóris­dótt­ur, for­stjóra Per­sónu­vernd­ar, var gert að rífa bíl­skýli sem byggt var nærri heim­ili henn­ar í Foss­vogi sam­kvæmt ákvörðun bygg­ing­ar­full­trúa og staðfest af skipu­lags­full­trúa. Málið er á borði úr­sk­urðar­nefnd­ar auðlinda- og um­hverf­is­mála.

DV seg­ir fyrst frá.

Bíl­skýlið var byggð með samþykki meðlóðar­hafa en ekki hafði feng­ist leyfi frá borg­inni fyr­ir fram­kvæmd­inni. Því til­kynnti bygg­ing­ar­full­trúi Helgu í ág­úst í fyrra að skúr­inn og bíl­skýlið þyrftu að víkja.

Voru þeim gefn­ir 90 dag­ar til þess að rífa bygg­ing­una. Öðrum kosti yrðu lagðar á dag­sekt­ir upp á 25 þúsund krón­ur.

Óskuðu hjón­in Helga og Theo­dór Sig­urðsson eft­ir áliti skipu­lags­full­trúa í fram­hald­inu sem staðfesti að rífa bæri mann­virkið og að ekki væri heim­ild til þess að bæta við nýrri bíla­geymslu. Sú ákvörðun er svo til meðferðar hjá úr­sk­urðar­nefnd­inni.

Í frétt DV um málið seg­ir að bygg­ing­ar­full­trúi hafi svo sent bréf 23. janú­ar þar sem fram kem­ur að lagðar yrðu dag­sekt­ir frá og með þeim degi.

Kærðu þau einnig ákvörðun bygg­inga­full­trúa um að hefja að veita dag­sekt­ir á meðan málið væri til meðferðar hjá úr­sk­urðar­nefnd og dæmdi úr­sk­urðar­nefnd Helgu og Theo­dóri í hag hvað varðar þann hluta máls­ins og verður þeim ekki gert að greiða dag­sekt­irn­ar að svo stöddu.