Home Fréttir Í fréttum Undirbúa breikkun á Flóaveginum

Undirbúa breikkun á Flóaveginum

35
0
Sveigur á Suðurlandsvegi austur undir Þjórsá. Til vinstri hér, á gatnamótunum, er Hrunamannavegur sem liggur um Skeiðin. Þegar inn á þann veg er komið eða af honum beygt þarf að sýna sérstaka aðgæslu. mbl.is/Sigurður Bogi

Vega­gerðin hef­ur nú sett af stað und­ir­bún­ing vegna breikk­un­ar á Suður­lands­vegi nr. 1 í Fló­an­um aust­an við Sel­foss að Skeiðavega­mót­um. Þar á að út­búa 13 kíló­metra lang­an 2+1-veg. Því fylg­ir að breyta þarf gatna­mót­um á nokkr­um stöðum og fækka veg­teng­ing­um.

„Breyt­ing­ar og nýj­ar út­færsl­ur á teng­ing­um sveita­vega við hring­veg­inn verða nokkuð stór þátt­ur í þessu verk­efni. Í Fló­an­um eru á nokkr­um stöðum T-gatna­mót, þar sem öku­menn þurfa að taka vink­il­beygju þegar komið er inn á hring­veg­inn og slysa­hætt­an sem því fylg­ir er þekkt,“ seg­ir Svan­ur G. Bjarna­son, svæðis­stjóri Vega­gerðar­inn­ar á suður­svæði.

Fló­inn Hring­veg­ur­inn við Skeggjastaði. Um­ferðin þarna er mik­il og vax­andi. Þar ráða auk­in um­svif í at­vinnu­lífi, ferðaþjón­usta og fólks­fjölg­un. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Útfærsl­urn­ar eru í þróun
„Þar sem svona hátt­ar til kem­ur til greina að út­búa hliðar­vegi við af­leggj­ara heim að bæj­um og ein­staka hverf­um. Þar sem um­ferðarþung­inn er meiri geta mis­læg gatna­mót eða hring­torg komið til greina,“ seg­ir Svan­ur. Hann vís­ar þarna til Skeiðavega­móta, sem eru aust­ur und­ir Þjórsá. Á þeim tek­ur við Hruna­manna­veg­ur, sem svo heit­ir, en sá ligg­ur upp Skeiðin og að Flúðum auk teng­inga inn á aðrar leiðir.

„Skeiðavega­mót­in eru hættu­leg og þar þarf því úr­bæt­ur. Útfærsla í Fló­an­um gæti raun­ar orðið um margt svipuð og fólk þekk­ir af nýj­um vegi í Ölfus­inu; 2+1-braut­ir, mis­læg gatna­mót og teng­ing­ar við bæi með hliðarslóðum. Þetta þarf samt allt að þró­ast bet­ur, meðal ann­ars í skipu­lags­mál­un­um sem þarna eru í lög­sögu Flóa­hrepps. Slíkt er ferli sem tek­ur nokk­ur ár og því mik­il­vægt að hefja sam­talið sem fyrst,“ seg­ir Svan­ur.

10 ma. kr. fram­kvæmd­ir gætu haf­ist árið 2030
Miðað við drög að sam­göngu­áætlun sem til um­fjöll­un­ar hef­ur verið á hinu póli­tíska sviði má bú­ast við að fram­kvæmd­ir í Fló­an­um hefj­ist í kring­um árið 2030. Kostnaður við verkið miðað við nú­ver­andi for­send­ur gæti orðið tæp­ir 10 millj­arðar króna. Áætlan­ir gera svo ráð fyr­ir að haldið verði áfram lengra aust­ur á bóg­inn og út­bú­inn 2+1-veg­ur áfram aust­ur um Rangár­valla­sýslu, allt að Markarfljóti.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 27. fe­brú­ar.

Heimild: Mbl.is