Home Fréttir Í fréttum 300 milljónir farnar í bætur

300 milljónir farnar í bætur

45
0
Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 ganga vel, en gert er ráð fyrir að hún verði komin í rekstur á síðari hluta þessa árs. mbl.is/Sigurður Bogi

Dóms er að vænta fljót­lega í þrem­ur mál­um sem eig­end­ur þriggja jarða á línu­leið Suður­nesjalínu 2 reka fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur, en aðalmeðferð í mál­un­um fór fram við dóm­stól­inn 13. fe­brú­ar sl., skv. upp­lýs­ing­um frá Landsneti.

<>

Land­eig­end­urn­ir kærðu eign­ar­námsákvörðun til dóm­stóla, en úr­sk­urður mats­nefnd­ar eign­ar­náms­bóta lá fyr­ir 25. nóv­em­ber í öll­um mál­un­um. Mál­in njóta flýtimeðferðar fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

Ekki náðust samn­ing­ar við fimm eig­end­ur þriggja jarða á línu­leiðinni. Á síðasta ári var óskað eft­ir eign­ar­námi hjá ráðherra um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­mála, og var slíkt leyfi veitt 21. júní í fyrra. Úrsk­urður mats­nefnd­ar eign­ar­náms­bóta lá fyr­ir 25. nóv­em­ber sl. í öll­um þrem­ur mál­un­um.

Alls eiga tæp­lega 150 aðilar hlut í þeim rúm­lega 20 jörðum sem eru á línu­leið Suður­nesjalínu 2 og hef­ur Landsnet náð að semja við þá alla, fyr­ir utan þá fimm sem eiga þrjár jarðanna sem hér um ræðir.

Suður­nesjalína 2 er um 29 km löng með 87 möstr­um og ganga fram­kvæmd­ir við lín­una vel, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Landsneti. Nú standa yfir fram­kvæmd­ir á þeim svæðum þar sem leyfi liggja fyr­ir og ganga að ósk­um. Standa von­ir til þess að Suður­nesjalína 2 verði kom­in í rekst­ur á síðari hluta þessa árs.

Þegar hef­ur Landsnet greitt rúm­ar 300 millj­ón­ir króna í bæt­ur til land­eig­enda vegna Suður­nesjalínu 2.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is