
Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í verkið Hveragerði – Gervigrasvöllur, tæknirými.
Verkið felur í sér lagningu fráveitu-, vatns- , snjóbræðslu- og raflagna með öllum búnaði í tæknirými fyrir nýjan gervigrasvöll í Hveragerði. Helstu magntölur eru:
Helstu magntölur eru:
- Skólp- og regnvatnslagni 62 m
- Vatnslagnir innanhúss 31 m
- Gufu og hitaveitulagnir í jörð 20 m
- Hitalagnir innanhúss 52 m
- Raflagnir 170 m
Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar á vefslóðinni https://vso.ajoursystem.net/ frá og með fimmtudeginum 13. febrúar 2025 kl.14:00.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en fimmtudaginn 6. mars 2025 kl. 14:00.