Home Fréttir Í fréttum Leggja áherslu á uppbyggingu í Úlfarsárdal

Leggja áherslu á uppbyggingu í Úlfarsárdal

49
0
Oddvitar flokkanna fimm ræða í dag húsnæðis- og samgöngumál. RÚV – Ragnar Visage

Meirihlutaviðræðum í Reykjavík var fram haldið í dag þar sem ein af aðaláherslum er frekari uppbygging í Úlfarsárdal. Oddvitarnir segjast sammála um flest mál.

<>

Oddvitar flokkanna fimm sem eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavík hittust á fundi í Ráðhúsinu snemma í morgun. Verkefnastjóri segir viðræðurnar ganga vel og að oddvitarnir séu sammála um flest, ef ekki öll mál.

Formlegum meirihlutaviðræðum í borginni hjá oddvitum Samfylkingar, Pírata, Flokki fólksins og Vinstri grænna var fram haldið í morgun. Sigrún Einarsdóttir, verkefnastjóri sem ráðin var til þess að eiga í samskiptum við fjölmiðla, segir að dagurinn í dag verði lagður undir húsnæðis- og samgöngumál, líkt og gærdagurinn.

Hún segir að oddvitarnir séu að viða að sér gögnum og upplýsingum og að ýmsir sérfræðingar hafi verið fengnir til aðstoðar.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, þeim innan handar og þá sérstaklega varðandi áform um frekari uppbyggingu í Úlfarsárdal, sem er ein af aðalkröfum Flokks fólksins.

Sigrún segir góðan gang í viðræðunum, ekki hafi strandað á neinu, og að oddvitarnir séu sammála um flest mál – fyrst og fremst sé verið að forgangsraða þeim. Skipting embætta hefur ekki verið rædd. Hún býst ekki við að viðræðum ljúki nú um helgina.

Heimild: Ruv.is