Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Staða framkvæmda við rannsóknahús

Staða framkvæmda við rannsóknahús

49
0
Mynd: NLSH.is

Vinna verktaka við rannsóknarhús fer hægt af stað í byrjun árs m.a. vegna óhagstæðra veðurskilyrða.

<>

„Nú er unnið er nú að því að stilla upp mótum fyrir veggi og súlur á annarri hæð norðanmegin og vinna við plötu þriðju hæðar norðvestan megin er nú í ferli. Vinna gengur nú hraðar eftir því sem verktaki kemst upp úr kjallara hússins sem er flóknasti hluti rannsóknahússins,” segir Jóhann G. Gunnarsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.

Samhliða er verktaki að vinna við tjörgun og einangrun veggja ásamt því sem unnið er við fyllingar. Vinna í uppsteypu suðurhluta hússins gengur aðeins hægar en vænta mátti en sá hluti fer að verða sýnilegur frá Hringbrautinni.

Stefnt er þó á að að plata yfir fyrstu hæð verði komin að miklu leyti fljótlega. Suðurhluti hússins mun verða unnin hægar í samræmi við skipulag. Samhliða því er nú unnið við fyllingar, lagnavinnu og stokka fyrir háspennulagnir milli rannsóknahúss og bílastæða og tæknihúss sem er á lokametrunum, segir Jóhann.

Heimild: NLSH.is