Home Fréttir Í fréttum Ábyrgur fyrir 2,4 milljörðum

Ábyrgur fyrir 2,4 milljörðum

85
0
Landsbankinn fullyrðir að mögulegt gjaldþrot byggingafélagsins hefði ekki áhrif. Morgunblaðið/Karítas

Íbúðar­kaup­andi sem keypti sér nýja íbúð í blokk í Hafnar­f­irði ný­verið, og staðgreiddi hana að mestu, fékk á dög­un­um bréf frá Lands­bank­an­um þar sem viðkom­andi er til­greind­ur sem ábyrgðarmaður að skuld­um bygg­ing­araðila húss­ins gagn­vart Lands­bank­an­um að upp­hæð 2,4 millj­arða króna.

<>

„Yf­ir­lit þetta sýn­ir ábyrgðir þínar á skuld­um annarra við Lands­bank­ann hf. þann 15. janú­ar 2025. Yf­ir­litið er sent á grund­velli laga nr. 32/​2009, um ábyrgðar­menn. Sam­kvæmt lög­un­um telj­ast þeir ábyrgðar­menn sem hafa tekið á sig per­sónu­leg­ar ábyrgðir eða hafa veðsett eign sína til trygg­ing­ar á efnd­um lán­taka (veðsal­ar), enda sé ábyrgðin ekki í þágu at­vinnu­rekstr­ar eða í þágu fjár­hags­legs ávinn­ings hans,“ seg­ir í bréf­inu sem ViðskiptaMogg­inn hef­ur und­ir hönd­um.

ViðskiptaMogg­inn leitaði skýr­inga hjá Lands­bank­an­um og seg­ir Rún­ar Pálma­son upp­lýs­inga­full­trúi í skrif­legu svari að málið snú­ist vænt­an­lega um að viðkom­andi hafi keypt íbúð af verk­tak­an­um sem tekið hafi lán fyr­ir fram­kvæmd­um hjá Lands­bank­an­um. „Á bank­an­um hvíl­ir sú laga­skylda að senda bréf til þeirra sem eru að ein­hverju leyti í ábyrgðum fyr­ir skuld­um um ára­mót, sbr. lög um ábyrgðar­menn frá 2009,“ seg­ir í svar­inu en gögn­in eru sótt með sjálf­virk­um hætti í kerfi bank­ans.

Ekki per­sónu­lega
Þá seg­ir í svar­inu að eins og fram komi í bréf­inu kunni að birt­ast á yf­ir­lit­inu skuld­ir sem viðtak­andi hef­ur ekki per­sónu­lega skuld­bundið sig til að greiða. „Þá kem­ur fram í bréf­inu að þegar svo hátt­ar til að fleiri en einn aðili er eig­andi fast­eign­ar, bif­reiðar eða annarra eigna og ein­hver eig­end­anna hef­ur veðsett eign­ar­hluta sinn í sam­eign­inni, birt­ist skuld­in á yf­ir­liti meðeig­enda.“

Í til­vik­um sem þessu er hugs­an­legt að kaup­andi íbúðar­inn­ar eigi eft­ir að greiða hluta kaup­verðs eða í það minnsta að af­sal hafi ekki verið gefið út. „Við sölu á ný­bygg­ing­um er al­gengt að síðustu greiðslu sé haldið eft­ir þar til loka­út­tekt bygg­ing­ar­full­trúa hef­ur farið fram. Á meðan svo er, þá er bygg­inga­fé­lagið skráð sem meðeig­andi að íbúðum sem það hef­ur selt en ekki er búið að gefa út af­sal vegna.

Að loka­út­tekt lok­inni og gegn greiðslu af­sals­greiðslu er gefið út af­sal (af hálfu bygg­inga­fé­lags sem selj­anda) og sam­hliða er veðbönd­um aflétt. Hefði þetta af­sal verið gefið út fyr­ir ára­mót, þá hefði ábyrgðin ekki komið fram á yf­ir­lit­inu.“

Einnig seg­ir að ábyrgð íbúðar­kaup­anda í til­fell­um sem þess­um sé ein­göngu bund­in við þann hluta kaup­verðsins sem er ógreidd­ur (t.d. síðasta greiðsla, að loknu af­sali). Ábyrgðin nái ekki lengra og mögu­legt gjaldþrot bygg­inga­fé­lags myndi eng­in áhrif hafa á það.

End­ur­skoða og út­skýra
Að lok­um seg­ir bank­inn að ábend­ing­in frá þess­um viðtak­anda verði til þess að orðalag í bréf­inu verði end­ur­skoðað og út­skýrt verði bet­ur um hvað málið snýst.

Heimild: Mbl.is