Home Fréttir Í fréttum Búseti kærir Reykjavíkurborg

Búseti kærir Reykjavíkurborg

12
0
Stórvirkar vinnuvélar að störfum við vöruhúsið. mbl.is/Karítas

Bú­seti hef­ur lagt fram stjórn­sýslukæru til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála vegna bygg­ing­ar vöru­skemm­unn­ar við Álfa­bakka 2 þar sem þess er kraf­ist að fram­kvæmd­ir verði stöðvaðar og ákvörðun bygg­ing­ar­full­trúa felld úr gildi.

<>

Er­lend­ur Gísla­son, lögmaður hjá LOGOS, sem gæt­ir hags­muna Bú­seta í mál­inu, seg­ir fram­kvæmd­ina brjóta í bága við lög og regl­ur sem um slíka fram­kvæmd gildi og hann ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við fram­kvæmd og af­greiðslu þeirra leyfa sem gef­in voru út vegna bygg­ing­ar­inn­ar.

„Í bygg­ing­ar­leyf­inu kem­ur fram að öll fram­kvæmd skuli unn­in eft­ir samþykkt­um aðal- og sérupp­drátt­um. Þetta virðist ekki upp­fyllt því bygg­ing­ar­leyfið var gefið út ári áður en sérupp­drætt­irn­ir voru lagðir fram, um það leyti sem húsið var risið,“ seg­ir Er­lend­ur.

Hann seg­ir mann­virkið og fyr­ir­hugaða notk­un þess jafn­framt brjóta í bága við skipu­lag. Leggja hefði þurft mat á hvort fram­kvæmd­in væri um­hverf­is­mats­skyld, eins og lög kveða á um ef gólf­flöt­ur bygg­ing­ar fyr­ir mat­vælaiðnað er yfir 1.000 fm, en gólf­flöt­ur kjötvinnsl­unn­ar í Álfa­bakka er 3.200 fm.

Íbúar fengu vill­andi svör
„Í svari skipu­lags­full­trúa til íbúa var lítið lagt upp úr áhrif­um fram­kvæmd­ar­inn­ar og full­yrt að bygg­ing­ar­magnið myndi aðeins ná upp í eina og hálfa hæð. Þetta svar gaf mjög óljósa og vill­andi mynd af því ferli og ákvörðunum sem síðar voru tekn­ar,“ seg­ir Er­lend­ur.

Stjórn­sýslukær­an barst nefnd­inni 14. janú­ar sl. Frest­ur upp­bygg­ing­araðila og borg­ar­inn­ar til að senda um­sögn til nefnd­ar­inn­ar rann út í gær. Í um­sögn Álfa­bakka 2a ehf. kem­ur fram að um­fangs­mik­il sam­skipti hafi verið við sér­fræðinga Reykja­vík­ur­borg­ar. Í um­sögn borg­ar­inn­ar seg­ir að ekk­ert hafi komið fram sem bendi til þess að mann­virkið sam­ræm­ist ekki lög­um.

Heimild: Mbl.is