Home Fréttir Í fréttum Byggja sjúkrabílamóttöku við HSS og bílastæði í skrúðgarðinum

Byggja sjúkrabílamóttöku við HSS og bílastæði í skrúðgarðinum

34
0
Mynd: Vf.is

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur áhuga á að byggja sjúkrabílamóttöku ásamt hjólageymslu á bílastæði lóðar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við Skólaveg 6 og stækka bílastæði.

<>

Auk þess er gert ráð fyrir að byggja utan um varmadælur sem settar voru upp til að tryggja rekstraröryggi vegna mögulegra skemmda á hitaveitulögn.

Sjúkrabílamóttakan er fyrir tvo sjúkrabíla og er gegnumakstur í gegnum bygginguna. Hjólageymslan er sambyggð. Til að tryggja greiðan akstur frá sjúkrabílamóttökunni er óskað eftir að fá að stækka plan 4,5 m út fyrir lóðarmörk inn í skrúðgarðinn. Runnagróður við lóðarmörk yrði færður til sem stækkun nemur.

Byggingin tekur upp mörg bílastæði og er óskað eftir að bæta þau upp með því að útbúa stæði sem fara 4,5 m út fyrir lóðarmörk. Bílastæði og akstursplan út fyrir lóðarmörk er um 330 m². Óskað er eftir að aðskilja innakstur og útakstur með því að setja upp nýja útkeyrslu frá lóð.

Heimild: Vf.is