Home Fréttir Í fréttum Á við Skuggahverfið

Á við Skuggahverfið

52
0
Skuggahverfið í Reykjavík. Morgunblaðið/Ómar

Búið er að selja 227 íbúðir af 517 á átta þétt­ing­ar­reit­um í miðborg Reykja­vík­ur. Óseld­ar eru því 290 nýj­ar íbúðir, sem er álíka fjöldi íbúða og í Skugga­hverf­inu í Reykja­vík.

<>

Kjart­an Hall­geirs­son, lög­gilt­ur fast­eigna­sali og fram­kvæmda­stjóri hjá Eignamiðlun, seg­ir nokkra þætti skýra að sala nýrra íbúða á miðborg­ar­reit­um hafi gengið held­ur hæg­ar en von­ast var til.

„Hún hef­ur gengið hæg­ar en menn hafa ætlað sér og vonað. Við þurf­um ekki að fara í graf­göt­ur með það, en það má líka hafa í huga að langt er síðan fram­boð af vönduðum íbúðum hef­ur verið eins mikið miðsvæðis,“ seg­ir Kjart­an.

Segja má að staðan í miðborg­inni sé áþekk og eft­ir fall WOW air vorið 2019 en þá voru marg­ar nýj­ar og óseld­ar íbúðir við Hverf­is­götu, Höfðatorg og Hafn­ar­torg.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is