Home Fréttir Í fréttum Tveggja saknað eftir að hús hrundi

Tveggja saknað eftir að hús hrundi

63
0
Mynd: Ruv.is

Konu á áttræðisaldri og karls á fimmtugsaldri er saknað eftir að hús hrundi í borginni Cieszyn í Póllandi í gærmorgun. Þrír eru slasaðir.

<>

Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í borginni Cieszyn í Slesíuhéraði Póllands um klukkan fjögur í fyrrinótt að staðartíma og skömmu síðar hrundi hluti þess. Tvær íbúðir í húsinu skemmdust. 17 íbúum samliggjandi húsa var komið til bjargar.

Tveimur af þeim þremur sem slösuðust var ekið á sjúkrahús en búið er að útskrifa báða þaðan. Einn hlaut minniháttar áverka og var hlúð að honum á staðnum. Karlmanns á fimmtugsaldri sem bjó á þriðju hæð hússins er saknað, sem og konu á áttræðisaldri sem bjó á annarri hæð.

Heimild: Ruv.is