Home Fréttir Í fréttum Orku­veitan og Veitur semja við North Tech Drilling í einu stærsta borút­boði...

Orku­veitan og Veitur semja við North Tech Drilling í einu stærsta borút­boði síðari ára

73
0
Hera Grímsdóttir framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni, Jordan Oxley einn af eigendum North Tech Drilling, Geir B. Hagalínsson forstjóri North Tech Drilling, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar, Júlíus Emilsson borstjóri hjá North Tech Drilling og Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum.

Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.

<>

Stefnt er að því að bora fyrstu holuna í ágúst 2025.

Samningurinn felur í sér borun jarðhitahola í þremur flokkum:

Flokkur 1: Borun tíu grunnra jarðhitahola fyrir efnahagslega könnun og vinnslu.

Flokkur 2: Borun ellefu djúpra jarðhitahola og rannsóknarhola, auk möguleika á átta viðbótarholum.

Flokkur 3: Stefnuáknúnar boranir á fjórum jarðhitavinnsluholum, auk möguleika á tveimur viðbótarholum.

Heildarskuldbindingin samkvæmt samningnum nemur um 4.600 milljónum króna, en þetta var lægsta boð sem barst í útboðinu. Kostnaðaráætlun verkefnisins var rúmlega 5.967 milljónir króna, og því fellur tilboðið vel innan áætlaðs kostnaðar.

Heimild: Orkuveitan.is