Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Hönnunin nemur 25% af kostnaðinum

Hönnunin nemur 25% af kostnaðinum

31
0
Frá árinu 2023 hefur verið unnið að endurbótum á Ráðherrabústaðnum. Nú er unnið við smíði á garðskála við suðurgafl hússins. mbl.is/Eggert

Framkvæmdir við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu hafa staðið yfir síðan haustið 2023. Búið er að endurnýja allar neysluvatnslagnir, bætt hefur verið úr brunavörnum á háalofti og slökkvikerfi sett upp í húsinu öllu.

Verið er að setja upp hjólastólalyftu við aðaltröppur og innrétta salernisaðstöðu fyrir hreyfihamlaða. Eldhúsaðstaða verður endurnýjuð svo og aðstaða starfsfólks á annarri hæð hússins.

Nú standa yfir breytingar á garðskála til suðurs og verður hann endurgerður nálægt fyrri mynd hans.

Timburgólf hefur verið slípað og lakkað og gólfdúkur endurnýjaður. Gluggar, hurðir og annað tréverk ásamt loftum hefur verið málað og veggfóður endurnýjað.

Heimilld: Mbl.is