Home Fréttir Í fréttum Búseti krefst stöðvunar

Búseti krefst stöðvunar

34
0
Vöruhúsið við Álfabaakka 2. Ljósmynd/Aðsend

„Við hjá Bú­seta telj­um ein­boðið, eft­ir yf­ir­lýs­ing­ar frá full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar síðustu daga, að borg­in stöðvi fram­kvæmd­ir við Álfa­bakka 2,“ seg­ir Bjarni Þór Þórólfs­son fram­kvæmda­stjóri Bú­seta um um­deilda bygg­ingu vöru­húss við Álfa­bakka í Suður-Mjódd.

<>

Bjarni Þór seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að mik­ill mun­ur sé á bygg­ing­unni sem sé ris­in nú og fyrsta deili­skipu­lag­inu þar sem til stóð að hús á einni hæð myndi rísa á lóðinni.

„Í þeirri til­lögu er gert ráð fyr­ir miklu upp­broti á bygg­ing­ar­magni á lóðinni með sjö bygg­ing­um með bili á milli þar sem aug­ljós­lega kem­ur fram mikið upp­brot fyr­ir ljós og birtu,“ seg­ir Bjarni.

Hann seg­ir að eft­ir synj­un Reykja­vík­ur­borg­ar um stöðvun fram­kvæmda hafi borg­ar­stjóri tjáð sig um málið í Morg­un­blaðinu þar sem hann sagði að hæð og út­lit vöru­húss­ins hefði komið sér í opna skjöldu, hann vildi kanna hvort hægt væri að lækka húsið, hann vildi hefja sam­tal við eig­end­ur húss­ins um að lækka það, því að þetta væri að hans viti al­gjör­lega óá­sætt­an­legt.

Í svari frá full­trúa hjá skipu­lags­full­trúa til íbúa í Árskóg­um 7, við hlið vöru­húss­ins, er full­yrt að íbú­inn þurfi ekki að hafa áhyggj­ur af hæð húss­ins. Það verði bara ein og hálf hæð. Annað hef­ur komið á dag­inn.

Fundað án niður­stöðu

Bú­seti og Fé­lags­bú­staðir funduðu með skipu­lags­full­trúa í fyrra­dag án nokk­urr­ar niður­stöðu og án þess að frek­ari fund­ir hafi verið boðaðir í fram­hald­inu um hvernig borg­in hyggst koma til móts við kröf­ur þeirra.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Heimild: Mbl.is